Níu þúsund Kínverjar ferðuðust til Íslands 28. janúar 2012 14:00 Nýárinu fagnað Ár drekans hófst í vikunni samkvæmt kínversku tímatali. Myndin er frá fagnaðarlátum í Peking síðasta miðvikudag.Nordicphotos/AFP Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira
Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira