Pistillinn: Ógreidd meðlög og símreikningar Hlynur Bæringsson skrifar 28. janúar 2012 06:00 Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp. Pistillinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp.
Pistillinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira