Gætu þurft að borga yfirvöldum 26. janúar 2012 05:30 Keflavíkurflugvöllur Atvinnurekendur á Keflavíkurflugvelli gætu þurft að greiða gjald til yfirvalda til að fá aðgangspassa fyrir starfsmenn. Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum. Innanríkisráðuneytið skoðar nú lausnir við þeim vanda sem blasir við fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og lögreglunni á Suðurnesjum eftir að breytt reglugerð tók gildi á síðasta ári um samþykkt lögreglunnar á umsóknum starfsmanna vallarins. Breytingin gerir það að verkum að yfirferð lögreglunnar er mun umfangsmeiri en áður og tekur því lengri tíma. Áður var sakaferill viðkomandi starfsmanns skoðaður en nú þarf meðal annars að skoða gögn frá tollinum, Þjóðskrá, Interpol og fleiri aðilum. Nú bíða um 160 starfsmenn Leifsstöðvar eftir endurnýjuðum aðgangspössum. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri innanríkisráðuneytisins, segir að bæði sé verið að leita lausna í málinu til skamms tíma og upp á framtíðina. „Það er verið að skoða hvernig við fáum fjármagn inn," segir hún. „Hvort eitthvað sé hægt að losa um til að leysa málin til skamms tíma og fá fjármögnun inn til lengri tíma." Hún bendir á að á Norðurlöndunum borgi fyrirtæki fyrir að láta yfirfara umsóknir sem þessar, svo slíkt komi vissulega til greina. Hin leiðin sé að fá framlag úr ríkissjóði. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það áhyggjuefni að ekki hafi fylgt fjármagn til að hægt sé að anna þeim auknu kröfum sem reglugerðin leiði af sér. Hann segir það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að til þess komi að rukka fyrirtæki fyrir vinnuna sem lögreglan sinni, líkt og tíðkast í nágrannalöndunum. - sv
Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði