Fatnaður sem vex með börnum 6. janúar 2012 21:00 Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar endingargóðan og þægilegan fatnað handa bæði konum og börnum. Kvenfatnaðinn hannar hún undir eigin nafni en barnafötin undir heitinu Pjakkar. fréttablaðið/valli Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar. Íris stundaði fatahönnunarnám í Kaupmannahöfn og París og hóf að hanna barnaföt haustið 2008 eftir að hafa nýlokið fæðingarorlofi með tvö börn. „Mig langaði að hanna skemmtileg og litrík barnaföt sem væru jafnframt endingargóð og þægileg. Fötin geta enst í allt að tvö ár því flíkin er þannig í sniðinu að hún „vex“ með barninu. Ég legg líka mikla áherslu á að efnin séu góð og þoli mikinn þvott,“ útskýrir Íris sem hefur undanfarið fært sig í auknum mæli út í hönnunkvenfatnaðs. „Núna sauma ég helst barnafötin eftir pöntun og er svo heppin að ég er komin með fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur að versla við mig.“ Kvenfatnaðurinn sem Íris hannar undir eigin nafni er jafn notadrjúgur og þægilegur og barnaflíkurnar og segir hún henta vel bæði fyrir leik og starf. „Ætli það mætti ekki segja að hönnun mín sé nokkuð fjölskylduvæn því flíkurnar þola mikla notkun og þvott og eru hannaðar út frá þörfum mínum og barna minna. Viðskiptavinir mínir virðast vera á höttunum eftir því sama,“ segir hún glaðlega. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún ætli bráðum að bæta við herralínu líka svarar hún neitandi. „Nei, ég læt kven- og barnafatnað duga í bili,“ segir hún og hlær. Kvenfatnaðurinn fæst í versluninni Stíl á Laugavegi og á vinnustofu Írisar við Þórsgötu 13 í Reykjavík. Einnig er hægt að senda henni póst á vefpóstinn iris@pjakkar.is. -sm
Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira