Matthías Máni í einangrun í tvær vikur 24. desember 2012 12:48 Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni mánudaginn síðastliðinn, verður hafður í einangrun fram yfir jól og áramót. Þetta staðfesti Margrét Frímannsdóttir í samtali við Vísi. „Þeir sem strjúka almennt eru yfirleitt í einangrun í hálfan mánuð," segir Margrét. „Það er það sem reikna má með, nema að eitthvað sérstakt komi upp á." Matthías Máni gaf sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum, efst í Þjórsdárdal, snemma í morgun. Var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun þar sem hann verður yfirheyrður af lögreglu seinna í dag. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna málsins í dag sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu, að öryggismálum á Litla-Hrauni væri ábótavant. Þá sérstaklega með tilliti til öryggismyndavéla og girðingar. „Öryggisgæslu á Litla-Hraun er ekki ábótavant, nema það sem lýtur að myndavélakerfinu. Það er búið að vera endurnýja kerfið en það eru nokkrar myndavélar eftir. Fyrst og fremst er það hugbúnaður sjálfur." Margrét segir að endurnýjun myndavélakerfisins haldi áfram næstu daga. „Á þessu ári fengum við 50 milljóna fjárveitingu til að sinna þessum málum. Á næsta ári, samkvæmt tillögu Alþingis, fáum við sömu upphæð í fjárveitingu. Þær 50 milljónir á meðal annars að nota í það að efla girðingarnar utan um útivistarsvæði fanga." „Það er búið að bíða eftir þessum girðingum í mörg ár. En það er í raun fyrst á þessu ári, og því næsta, sem ákveðið hefur verið að öryggisaðstöðuna á Litla-Hrauni," segir Margrét að lokum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni mánudaginn síðastliðinn, verður hafður í einangrun fram yfir jól og áramót. Þetta staðfesti Margrét Frímannsdóttir í samtali við Vísi. „Þeir sem strjúka almennt eru yfirleitt í einangrun í hálfan mánuð," segir Margrét. „Það er það sem reikna má með, nema að eitthvað sérstakt komi upp á." Matthías Máni gaf sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum, efst í Þjórsdárdal, snemma í morgun. Var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun þar sem hann verður yfirheyrður af lögreglu seinna í dag. Á blaðamannafundi lögreglunnar vegna málsins í dag sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu, að öryggismálum á Litla-Hrauni væri ábótavant. Þá sérstaklega með tilliti til öryggismyndavéla og girðingar. „Öryggisgæslu á Litla-Hraun er ekki ábótavant, nema það sem lýtur að myndavélakerfinu. Það er búið að vera endurnýja kerfið en það eru nokkrar myndavélar eftir. Fyrst og fremst er það hugbúnaður sjálfur." Margrét segir að endurnýjun myndavélakerfisins haldi áfram næstu daga. „Á þessu ári fengum við 50 milljóna fjárveitingu til að sinna þessum málum. Á næsta ári, samkvæmt tillögu Alþingis, fáum við sömu upphæð í fjárveitingu. Þær 50 milljónir á meðal annars að nota í það að efla girðingarnar utan um útivistarsvæði fanga." „Það er búið að bíða eftir þessum girðingum í mörg ár. En það er í raun fyrst á þessu ári, og því næsta, sem ákveðið hefur verið að öryggisaðstöðuna á Litla-Hrauni," segir Margrét að lokum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira