Vilborg dansar við skugga á suðurskautinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 2. desember 2012 12:48 ilborg Arna Gissurardóttir, suðurskautsfari. Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér. Vilborg Arna Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér.
Vilborg Arna Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira