Retro Stefson og Ásgeir Trausti tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunna 3. desember 2012 14:00 Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin. Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin.
Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira