„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns Magnús Halldórsson skrifar 5. desember 2012 20:50 „Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað. Klinkið Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað.
Klinkið Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira