Raikkönen vill ekki mæta á lokahóf Formúlunnar Birgir Þór Harðarson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Raikkönen er sérstakur. nordicphotos/afp Lotus-liðið í Formúlu 1 er staðráðið í að sækja þriðja sætið í titilbaráttu ökuþóra þrátt fyrir að Kimi Raikkönen hafi sagst ekki vilja mæta á lokahófið þar sem verðlaununum er útdeilt í lok ársins. Kimi er sem stendur í þriðja sætinu. Í hálfkæringi sagði Kimi nýlega að ef hann ynni ekki heimsmeistaratitilinn mundi hann frekar vilja enda fjórði í stigabaráttunni heldur en að sækja verðlaun fyrir þriðja sætið. Lokahófið verður haldið í Istanbúl í Tyrklandi í ár. Þar munu efstu þrír ökumennirnir í stigabaráttunni fá sín verðlaun, undir eðlilegum kringumstæðum. „Við munum gera það sem við getum til að koma Kimi til Istanbúl," sagði Eric Boullier við Autosport. Kimi hefur nú sextán stiga forystu á Lewis Hamilton í stigabaráttunni. Lewis er í feiknarformi og sigraði um síðastliðna helgi í Bandaríkjunum. „Við verðum að koma okkur í sömu stöðu og við vorum í um síðustu helgi," hélt Boullier áfram. „Markmiðið er að hafa að minnsta kosti einn bíl á verðlaunapalli í Brasilíu." Formúla 1 flýgur nú til Sao Paulo þar sem keppt verður um næstu helgi á Interlagos-brautinni. Boullier telur að Lotus-bíllinn sé betur fallinn að einkennum Interlagos-brautarinnar heldur en brautarinnar í Austin í Texas. Formúla Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lotus-liðið í Formúlu 1 er staðráðið í að sækja þriðja sætið í titilbaráttu ökuþóra þrátt fyrir að Kimi Raikkönen hafi sagst ekki vilja mæta á lokahófið þar sem verðlaununum er útdeilt í lok ársins. Kimi er sem stendur í þriðja sætinu. Í hálfkæringi sagði Kimi nýlega að ef hann ynni ekki heimsmeistaratitilinn mundi hann frekar vilja enda fjórði í stigabaráttunni heldur en að sækja verðlaun fyrir þriðja sætið. Lokahófið verður haldið í Istanbúl í Tyrklandi í ár. Þar munu efstu þrír ökumennirnir í stigabaráttunni fá sín verðlaun, undir eðlilegum kringumstæðum. „Við munum gera það sem við getum til að koma Kimi til Istanbúl," sagði Eric Boullier við Autosport. Kimi hefur nú sextán stiga forystu á Lewis Hamilton í stigabaráttunni. Lewis er í feiknarformi og sigraði um síðastliðna helgi í Bandaríkjunum. „Við verðum að koma okkur í sömu stöðu og við vorum í um síðustu helgi," hélt Boullier áfram. „Markmiðið er að hafa að minnsta kosti einn bíl á verðlaunapalli í Brasilíu." Formúla 1 flýgur nú til Sao Paulo þar sem keppt verður um næstu helgi á Interlagos-brautinni. Boullier telur að Lotus-bíllinn sé betur fallinn að einkennum Interlagos-brautarinnar heldur en brautarinnar í Austin í Texas.
Formúla Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira