Smá hissa og stolt yfir nýju plötunni 22. nóvember 2012 17:00 Sigríður Thorlacius. "Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
"Við erum smá hissa og sömuleiðis mjög stolt yfir því að platan sé komin út," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, en í dag kom út breiðskífan, Enter 4, frá hljómsveitinni Hjaltalín.Sigríður segir það ekki hafa verið fyrr en í október sem sveitin lagðist öll á eitt við að klára plötuna. "Við höfum verið að búa til grunna síðastliðið eitt og hálft ár en það var ekki fyrr en í október sem við vorum nógu ánægð með efnið og töldum okkur tilbúin að gefa út plötu. Þannig að það má kannski kalla þetta skyndiákvörðun," segir Sigríður, sem einmitt fagnaði afmælinu sínu í gær."Það var mikill eldmóður í okkur að klára þetta og við unnum mikið á kvöldin og nóttunni því það voru einu tímarnir sem stúdíóið var laust."Sigríður segir kveða við nýjan tón á plötunni Enter 4. Högni á svo heiðurinn af öllum textum plötunnar sem eru á ensku. "Ef ég á að segja eitthvað þá er tónninn eilítið dekkri og kannski þyngri, ekki beint svona léttpopp. Það er orðið það langt síðan við gáfum síðast út plötu að það er eðlilegt að við komum inn með nýjan hljóm núna," segir Sigríður en síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og fékk einróma lof gagnrýnenda.Hjaltalín hefur verið í spilapásu undanfarið þar sem meðlimir sveitarinnar hafi verið á víð og dreif um heiminn að vinna í sínu eigin efni. Nú eru þau hins vegar meira en tilbúin að hella sér út í spilamennskuna og ríða á vaðið með útgáfutónleikum í Gamla bíói þann 21. desember.Enter 4 kemur í verslanir í næstu viku en er nú fáanleg á Tonlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, Hjaltalinmusic.com.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“