NFL: Meistararnir frábærir gegn Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2012 11:30 Eli Manning var hetja Giants í nótt. Mynd/AP Eli Manning sýndi allar sínar bestu hliðar þegar að NFL-meistararnir í New York Giants unnu afar sannfærandi sigur á sterku liði Green Bay Packers. Manning hafði verið í mikilli lægð í undanförnum leikjum og Giants hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Að sama skapi var Packers-liðið á mikilli siglingu eftir fimm sigra í röð. Þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Giants nokkuð óvæntan sigur, fór svo alla leið og vann titilinn. Green Bay var hins vegar án sterkra varnarmanna í leiknum í nótt sem Manning og félagar hans nýttu sér til hins ítrasta. Giants gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 31-10. Manning átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og er nú kominn með alls 200 slíkar á ferlinum. Það er félagsmet hjá Giants. Líklegt er að bæði lið komist í úrslitakeppnina en Giants er á toppnum í sínum riðli með nokkuð þægilega forystu á önnur lið. Green Bay er hins vegar í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Chicago Bears sem hafði betur gegn Minnesota Vikings í gær. Baltimore Ravens vann dramatískan sigur á San Diego í framlengingu og er með næstbestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni, á eftir Houston Texans. Í Þjóðardeildinni eru Atlanta Falcons og San Francisco 49ers með bestan árangur allra liða en bæði unnu sína leiki um ehglina.Úrslit gærdagsins: Chicago - Minnesota 28-10 Cincinnati - Oakland 34-10 Cleveland - Pittsburgh 20-14 Indianapolis - Buffalo 20-13 Jacksonville - Tennesse 24-19 Kansas City - Denver 9-17 Miami - Seattle 24-21 Tampa Bay - Atlanta 23-24 San Diego - Baltimore 13-16 Arizona - St. Louis 17-31 New Orleans - San Francisco 21-31 New York Giants - Green Bay 38-10Staðan:Ameríkudeildin:Austurriðill:(sigrar-töp) New England 8-3 Miami 5-6 NY Jets 4-7 Buffalo 4-7Norðurriðill: Baltimore 9-2 Pttsburgh 6-5 Cincinnati 6-5 Cleveland 3-8Suðurriðill: Houston 10-1 Indianapolis 7-4 Tennessee 4-7 Jacksonville 2-9Vesturriðill: Denver 8-3 San Diego 4-7 Oakland 3-8 Kansas City 1-10Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-4 Washington 5-6 Dallas 5-6 Philadelphia 3-7Norðurriðill: Chicago 8-3 Green Bay 7-4 Minnesota 6-5 Detroit 4-7Suðurriðill: Atlanta 10-1 Tampa Bay 6-5 New Orleans 5-6 Carolina 2-8Vesturriðill:(sigrar-töp-jafntefli) San Francisco 8-2-1 Seattle 6-5-0 St. Louis 4-6-1 Arizona 4-7 NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Eli Manning sýndi allar sínar bestu hliðar þegar að NFL-meistararnir í New York Giants unnu afar sannfærandi sigur á sterku liði Green Bay Packers. Manning hafði verið í mikilli lægð í undanförnum leikjum og Giants hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Að sama skapi var Packers-liðið á mikilli siglingu eftir fimm sigra í röð. Þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Giants nokkuð óvæntan sigur, fór svo alla leið og vann titilinn. Green Bay var hins vegar án sterkra varnarmanna í leiknum í nótt sem Manning og félagar hans nýttu sér til hins ítrasta. Giants gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 31-10. Manning átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og er nú kominn með alls 200 slíkar á ferlinum. Það er félagsmet hjá Giants. Líklegt er að bæði lið komist í úrslitakeppnina en Giants er á toppnum í sínum riðli með nokkuð þægilega forystu á önnur lið. Green Bay er hins vegar í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Chicago Bears sem hafði betur gegn Minnesota Vikings í gær. Baltimore Ravens vann dramatískan sigur á San Diego í framlengingu og er með næstbestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni, á eftir Houston Texans. Í Þjóðardeildinni eru Atlanta Falcons og San Francisco 49ers með bestan árangur allra liða en bæði unnu sína leiki um ehglina.Úrslit gærdagsins: Chicago - Minnesota 28-10 Cincinnati - Oakland 34-10 Cleveland - Pittsburgh 20-14 Indianapolis - Buffalo 20-13 Jacksonville - Tennesse 24-19 Kansas City - Denver 9-17 Miami - Seattle 24-21 Tampa Bay - Atlanta 23-24 San Diego - Baltimore 13-16 Arizona - St. Louis 17-31 New Orleans - San Francisco 21-31 New York Giants - Green Bay 38-10Staðan:Ameríkudeildin:Austurriðill:(sigrar-töp) New England 8-3 Miami 5-6 NY Jets 4-7 Buffalo 4-7Norðurriðill: Baltimore 9-2 Pttsburgh 6-5 Cincinnati 6-5 Cleveland 3-8Suðurriðill: Houston 10-1 Indianapolis 7-4 Tennessee 4-7 Jacksonville 2-9Vesturriðill: Denver 8-3 San Diego 4-7 Oakland 3-8 Kansas City 1-10Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-4 Washington 5-6 Dallas 5-6 Philadelphia 3-7Norðurriðill: Chicago 8-3 Green Bay 7-4 Minnesota 6-5 Detroit 4-7Suðurriðill: Atlanta 10-1 Tampa Bay 6-5 New Orleans 5-6 Carolina 2-8Vesturriðill:(sigrar-töp-jafntefli) San Francisco 8-2-1 Seattle 6-5-0 St. Louis 4-6-1 Arizona 4-7
NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira