Heimsótti heimili goðsins 16. október 2012 11:03 Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb
Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira