Segir óráð að afnema gjaldeyrishöftin hratt Magnús Halldórsson skrifar 23. september 2012 20:05 Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu. Robert Parker er aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, en hann er gestur í nýjasta þætti Klinksins, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál. Parker segir að Ísland geti ekki annað en afnumið gjaldeyrishöftin hægt og bítandi, annað sé óráð. Óraunhæft sé annað en að ætla sér næstu þrjú ár til þess. „Ég tel að skynsamlegast væri að afnema gjaldeyrishöftin hægt og rólega á löngu tímabili, til dæmis tveim til þrem árum. Ég held að það yrðu alvarleg efnahagsleg og markaðsleg mistök ef þið beittuð skyndilega leifturaðferðinni. Hvað felst í leifturaðferðinni? Það væri ef þið tillkynntuð á morgun að engin höft væru til staðar," sagði Parker. Þá segir Parker að mikilvægt sé að ljúka sem allra fyrst vinnu við slit á þrotabúum gömlu bankanna, með nauðasamningum, eða endurskipulagningu á eignum sem þar eru og sölu þeirra. „Það hefur verið unnið vel en ég vona að innan árs, eða í mesta lagi tveggja ára, verði gengið frá sölu og afskriftum með nauðasamningum við lánadrottna í tengslum við slitameðferð þrotabúa gömlu bankanna," sagði Parker. Klinkið Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu. Robert Parker er aðalráðgjafi svissneska risabankans Credit Suisse, en hann er gestur í nýjasta þætti Klinksins, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál. Parker segir að Ísland geti ekki annað en afnumið gjaldeyrishöftin hægt og bítandi, annað sé óráð. Óraunhæft sé annað en að ætla sér næstu þrjú ár til þess. „Ég tel að skynsamlegast væri að afnema gjaldeyrishöftin hægt og rólega á löngu tímabili, til dæmis tveim til þrem árum. Ég held að það yrðu alvarleg efnahagsleg og markaðsleg mistök ef þið beittuð skyndilega leifturaðferðinni. Hvað felst í leifturaðferðinni? Það væri ef þið tillkynntuð á morgun að engin höft væru til staðar," sagði Parker. Þá segir Parker að mikilvægt sé að ljúka sem allra fyrst vinnu við slit á þrotabúum gömlu bankanna, með nauðasamningum, eða endurskipulagningu á eignum sem þar eru og sölu þeirra. „Það hefur verið unnið vel en ég vona að innan árs, eða í mesta lagi tveggja ára, verði gengið frá sölu og afskriftum með nauðasamningum við lánadrottna í tengslum við slitameðferð þrotabúa gömlu bankanna," sagði Parker.
Klinkið Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira