iPhone 5 kominn út- Lengri, léttari og þynnri 12. september 2012 18:26 Frá kynningunni í dag mynd/cnet „Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone-símanum og nefnist sá sími einfaldlega iPhone 5. Síminn er töluvert frábrugðinn síðustu útgáfunni, 4S. iPhone 5 er 20 prósent þynnri, 18 prósent léttari, eða 112 grömm. „Hann er tvöfalt hraðari en 4S síminn. Hann er með 4G, betri grafík, sambærilega grafík og leikjatölvur eru með í dag. Það er ný myndavél, miklu betri. Þá eru þeir komnir með nýjan eiginleika sem heitir Panorama, sem býður upp á að taka Panorama-myndir á afar nákvæman hátt með allt að 28 megapixlum," segir Björgvin. Þá er skjárinn stærri eða 4 tommur í staðinn fyrir 3,5 tommur eins og er á 4S. „Síminn er ekki breiðari heldur lengri. Betri rafhlöðuending þó hann sé léttari og þynnri. 40 prósent betri litadýpt og með nákvæmustu snertitækni sem fyrir finnst á markaðnum í dag." Þá er síminn alfarið úr áli og gleri. „Þetta er eini síminn sinnar tegundar sem er framleiddur á þann hátt. Það gerir hann svo léttan líka." Nána er hægt að lesa um símann hér. Tækni Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tæknirisinn Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone-símanum og nefnist sá sími einfaldlega iPhone 5. Síminn er töluvert frábrugðinn síðustu útgáfunni, 4S. iPhone 5 er 20 prósent þynnri, 18 prósent léttari, eða 112 grömm. „Hann er tvöfalt hraðari en 4S síminn. Hann er með 4G, betri grafík, sambærilega grafík og leikjatölvur eru með í dag. Það er ný myndavél, miklu betri. Þá eru þeir komnir með nýjan eiginleika sem heitir Panorama, sem býður upp á að taka Panorama-myndir á afar nákvæman hátt með allt að 28 megapixlum," segir Björgvin. Þá er skjárinn stærri eða 4 tommur í staðinn fyrir 3,5 tommur eins og er á 4S. „Síminn er ekki breiðari heldur lengri. Betri rafhlöðuending þó hann sé léttari og þynnri. 40 prósent betri litadýpt og með nákvæmustu snertitækni sem fyrir finnst á markaðnum í dag." Þá er síminn alfarið úr áli og gleri. „Þetta er eini síminn sinnar tegundar sem er framleiddur á þann hátt. Það gerir hann svo léttan líka." Nána er hægt að lesa um símann hér.
Tækni Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent