Pistorius missti af gullinu | Ósáttur við gervifætur keppinautanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2012 08:00 Pistorius óskar Oliveira til hamingju að loknu hlaupinu. Nordicphotos/getty Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka. Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira