Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Breki Logason skrifar 3. september 2012 22:51 Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira