Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Breki Logason skrifar 3. september 2012 22:51 Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira