Síðasti séns að gera myndband fyrir Sigur Rós BBI skrifar 31. ágúst 2012 14:08 Nú eru tíu dagar í að frestur renni út til að senda sitt eigið myndband inn í myndbandasamkeppni Sigur Rósar. Samkeppnin er hluti af hinu svonefnda „Valtari mystery film experiment" þar sem ýmsir leikstjórar eru fengnir til að gera myndbönd við lögin af nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtara. Sigur Rós fékk nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndbönd við diskinn. Hver þeirra fékk væna upphæð til verksins, mátti velja sér lag og gerði svo myndband án nokkurs samráðs við Sigur Rósar menn. Myndböndin hafa verið að birtast í sumar. Einn þáttur í þessu verkefni er að fá almenning til að senda inn myndbönd við lögin. Eitt myndband verður valið og endar sem opinbert myndband við lag af disknum. Sigurvegarinn fær einnig 5 þúsund dollara í verðlaunafé, eða um 600 þúsund krónur. Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn sitt myndband því fresturinn rennur út eftir tíu daga. Orri Páll Dýrason í Sigur Rós segir að það hafi verið sönn ánægja að fylgjast með myndböndunum og alltaf jafn spennandi og óvænt að sjá hvernig hver leikstjóri upplifir tónlist hljómsveitarinnar. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr seríunni.Sigur Rós: Dauðalogn from Sigur Rós Valtari Mystery Films on Vimeo. Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nú eru tíu dagar í að frestur renni út til að senda sitt eigið myndband inn í myndbandasamkeppni Sigur Rósar. Samkeppnin er hluti af hinu svonefnda „Valtari mystery film experiment" þar sem ýmsir leikstjórar eru fengnir til að gera myndbönd við lögin af nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtara. Sigur Rós fékk nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndbönd við diskinn. Hver þeirra fékk væna upphæð til verksins, mátti velja sér lag og gerði svo myndband án nokkurs samráðs við Sigur Rósar menn. Myndböndin hafa verið að birtast í sumar. Einn þáttur í þessu verkefni er að fá almenning til að senda inn myndbönd við lögin. Eitt myndband verður valið og endar sem opinbert myndband við lag af disknum. Sigurvegarinn fær einnig 5 þúsund dollara í verðlaunafé, eða um 600 þúsund krónur. Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn sitt myndband því fresturinn rennur út eftir tíu daga. Orri Páll Dýrason í Sigur Rós segir að það hafi verið sönn ánægja að fylgjast með myndböndunum og alltaf jafn spennandi og óvænt að sjá hvernig hver leikstjóri upplifir tónlist hljómsveitarinnar. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr seríunni.Sigur Rós: Dauðalogn from Sigur Rós Valtari Mystery Films on Vimeo.
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira