Dýfir sér í kraumandi pott 24. ágúst 2012 16:00 Jakob Frímann Magnússon verður í hlutverki Jack Magnet í Hörpu á laugardagskvöld Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er aðalsprauta Jack Magnet-djasskvintettsins, sem spilar nýtt efni í bland við eldra í Hörpu á laugardagskvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur. "Kvintettinn er kenndur við Jack Magnet en hann fleytir rjómann af því besta af sólóplötum mínum sem hafa komið út undir ýmsum nöfnum," segir Jakob Frímann. Með honum á tónleikunum spila þeir Einar Scheving, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson og Róbert Þórhallsson. "Ég er að dýfa bæði fingrum og tám í kraumandi pott tónlistaráhrifa sem hafa mótað mig og með mér í pottinum eru risar. Ef við værum í frumskógi Afríku á tímum Davids Livingstone væru ýmsir girnilegir bitar í þessum potti og þá girnilegri en Jack Magnet." Jack Magnet-kvintettinn kom saman í Þjóðleikhúsinu á minningartónleikum um Kristján Eldjárn fyrr á árinu og leiddi til áframhaldandi samstarfs. "Okkur fannst, og mörgum öðrum, óskaplega skemmtilegt það sem þar gerðist. Það var kveikjan að því að það var hljóðritað nýtt efni og að þessum tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur," segir Jakob, sem er óviss hvenær ný plata lítur dagsins ljós. "Það er enginn fastur meðgöngutími á plötum eins og börnum. Ég vildi að maður gæti sett í og níu mánuðum síðar fæðist platan en þetta er ekki svo einfalt." - fb Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er aðalsprauta Jack Magnet-djasskvintettsins, sem spilar nýtt efni í bland við eldra í Hörpu á laugardagskvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur. "Kvintettinn er kenndur við Jack Magnet en hann fleytir rjómann af því besta af sólóplötum mínum sem hafa komið út undir ýmsum nöfnum," segir Jakob Frímann. Með honum á tónleikunum spila þeir Einar Scheving, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson og Róbert Þórhallsson. "Ég er að dýfa bæði fingrum og tám í kraumandi pott tónlistaráhrifa sem hafa mótað mig og með mér í pottinum eru risar. Ef við værum í frumskógi Afríku á tímum Davids Livingstone væru ýmsir girnilegir bitar í þessum potti og þá girnilegri en Jack Magnet." Jack Magnet-kvintettinn kom saman í Þjóðleikhúsinu á minningartónleikum um Kristján Eldjárn fyrr á árinu og leiddi til áframhaldandi samstarfs. "Okkur fannst, og mörgum öðrum, óskaplega skemmtilegt það sem þar gerðist. Það var kveikjan að því að það var hljóðritað nýtt efni og að þessum tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur," segir Jakob, sem er óviss hvenær ný plata lítur dagsins ljós. "Það er enginn fastur meðgöngutími á plötum eins og börnum. Ég vildi að maður gæti sett í og níu mánuðum síðar fæðist platan en þetta er ekki svo einfalt." - fb
Tónlist Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira