Farið að sjatna í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 13. ágúst 2012 11:44 Bekkur sem boltaður er niður við veiðistað í Norðurá II sést hér úti í miðri á. Myndin er tekin síðdegis á laugardaginn þegar flóðin voru í hámarki. Mynd / Trausti Hafliðason Rennsli í Norðurá er nú helmingi minna en það var á laugardaginn þegar flóðin voru í hámarki. Meira veiddist um helgina en alla síðustu viku. Gríðarleg flóð urðu í Norðurá um helgina í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Sérstaklega rigndi mikið uppi á Holtavörðuheiði en þar er einmitt helsta vatnsforðabúr árinnar, ef svo má að orði komast. Vatnsmælirinn í Norðurá við Stekk sýnir að áin hækkaði úr 1,67 metrum í 3,57 á einum sólahring eða frá föstudags til laugardags. Hún hækkaði sem sagt um tvö tæpa tvo metra. Á þessum tíma jókst rennslið úr 9,4 rúmmetrum á sekúndu (m3/s) í 108. Um hádegisbilið í dag var rennslið komið niður í 46 m3/s. Þó töluvert hafi sjatnað í ánni segir Jón Ásgeir Sigurvinsson veiðivörður að áin þurfi að sjatna enn meira til að vera vel veiðandi. Hann segir aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar fyrir veiðimenn. Veiðin hafi hins vegar glæðst og töluvert líf í ánni. Fiskur sé að velta sér og stökkva sem sé mikil breyting frá því sem var fyrir rigningar. Þá hafi laxinn bara legið hreyfingarlaus vegna hita og vatnsleysis. Fín veiði í flóðunum Úr veiðihúsinu í Norðurá fengust þær upplýsingar að hollið sem nú er við veiðar hafi veitt fleiri laxa um helgina en fengust alla síðustu viku. Á laugardag og sunnudag veiddust 15 eða 16 laxar og eitthvað af þeim mun hafa verið með lús sem er þá merki um að lax sé enn að ganga upp ána. Á vef Veðurstofunnar er hægt að fylgjast með vatnsmælum í ám víða um land. Þar er meðal annars hægt að sjá að Haffjarðará hækkaði úr 174 sentímetrum í 234 um helgina og rennslið jókst úr 8 m3/s í 67. Ennfremur má sjá að rigningarnar virðast ekki hafa haft teljandi áhrif á rennsli í Grímsá og Þverá. Hér er tengill á vatnsmælingar Veðurstofunnar. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Rennsli í Norðurá er nú helmingi minna en það var á laugardaginn þegar flóðin voru í hámarki. Meira veiddist um helgina en alla síðustu viku. Gríðarleg flóð urðu í Norðurá um helgina í kjölfar mikilla rigninga á svæðinu. Sérstaklega rigndi mikið uppi á Holtavörðuheiði en þar er einmitt helsta vatnsforðabúr árinnar, ef svo má að orði komast. Vatnsmælirinn í Norðurá við Stekk sýnir að áin hækkaði úr 1,67 metrum í 3,57 á einum sólahring eða frá föstudags til laugardags. Hún hækkaði sem sagt um tvö tæpa tvo metra. Á þessum tíma jókst rennslið úr 9,4 rúmmetrum á sekúndu (m3/s) í 108. Um hádegisbilið í dag var rennslið komið niður í 46 m3/s. Þó töluvert hafi sjatnað í ánni segir Jón Ásgeir Sigurvinsson veiðivörður að áin þurfi að sjatna enn meira til að vera vel veiðandi. Hann segir aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar fyrir veiðimenn. Veiðin hafi hins vegar glæðst og töluvert líf í ánni. Fiskur sé að velta sér og stökkva sem sé mikil breyting frá því sem var fyrir rigningar. Þá hafi laxinn bara legið hreyfingarlaus vegna hita og vatnsleysis. Fín veiði í flóðunum Úr veiðihúsinu í Norðurá fengust þær upplýsingar að hollið sem nú er við veiðar hafi veitt fleiri laxa um helgina en fengust alla síðustu viku. Á laugardag og sunnudag veiddust 15 eða 16 laxar og eitthvað af þeim mun hafa verið með lús sem er þá merki um að lax sé enn að ganga upp ána. Á vef Veðurstofunnar er hægt að fylgjast með vatnsmælum í ám víða um land. Þar er meðal annars hægt að sjá að Haffjarðará hækkaði úr 174 sentímetrum í 234 um helgina og rennslið jókst úr 8 m3/s í 67. Ennfremur má sjá að rigningarnar virðast ekki hafa haft teljandi áhrif á rennsli í Grímsá og Þverá. Hér er tengill á vatnsmælingar Veðurstofunnar. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði