Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2011 17:00 www.svfr.is Á vefnum Flugur.is er í morgun birt niðurstaða skoðunarkönnunar um drauma veiðiá stangaveiðimanna. Á fimmta hundrað veiðimanna tóku þátt. Laxá í Aðaldal bar höfuð og herðar yfir aðrar í könnuninni, en 16.6% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nefndu Laxá sem draum veiðimannsins. Í öðru sæti kom Selá í Vopnafirði og í því þriðja Miðfjarðará í Húnavatnssýslu. Athyglisvert er að aðeins tæp 62% þeirra sem svöruðu hafa veitt í draumaánni sinni - en auðvitað er það bara jákvætt því hin 38% hafa þá eitthvað til að láta sig hlakka til, Þess má geta að þeir sem vilja skoða veiðimöguleika í Aðaldalnum næsta sumar ættu að líta í vefsöluna okkar. Enn er hægt að festa sér veiðileyfi á svæðunum kennd við Tjörn og Árbót, auk þess sem að tvær júlístangir eru á lausu á Nesveiðum.Hér má sjá frétt flugur.is Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði
Á vefnum Flugur.is er í morgun birt niðurstaða skoðunarkönnunar um drauma veiðiá stangaveiðimanna. Á fimmta hundrað veiðimanna tóku þátt. Laxá í Aðaldal bar höfuð og herðar yfir aðrar í könnuninni, en 16.6% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nefndu Laxá sem draum veiðimannsins. Í öðru sæti kom Selá í Vopnafirði og í því þriðja Miðfjarðará í Húnavatnssýslu. Athyglisvert er að aðeins tæp 62% þeirra sem svöruðu hafa veitt í draumaánni sinni - en auðvitað er það bara jákvætt því hin 38% hafa þá eitthvað til að láta sig hlakka til, Þess má geta að þeir sem vilja skoða veiðimöguleika í Aðaldalnum næsta sumar ættu að líta í vefsöluna okkar. Enn er hægt að festa sér veiðileyfi á svæðunum kennd við Tjörn og Árbót, auk þess sem að tvær júlístangir eru á lausu á Nesveiðum.Hér má sjá frétt flugur.is
Stangveiði Mest lesið Allt um veiðihnúta Veiði Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði