Dikta frumsýnir glæsilegt myndband á Vísi 17. ágúst 2012 14:15 Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur. Myndbandið er gert af þeim Helga Jóhannssyni leikstjóra, Atla Viðari Þorsteinssyni framleiðanda og Hrafni Garðarssyni tökumanni. Saman hafa þeir gert tónlistarmyndbönd sem hafa vakið athygli bæði hér heima og erlendis, til dæmis Drama með Tilbury og Supertime með Berndsen, eitt vinsælasta íslenska tónlistarmyndband síðustu ára. Lagið What Are You Waiting For? hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu mánuði. Það er af fjórðu breiðskífu Diktu, Trust Me, sem kom út á Íslandi í fyrra. Platan kemur út víða í Evrópu á næstunni og mun þetta glæsilega myndband án efa styðja vel við útgáfuna. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur. Myndbandið er gert af þeim Helga Jóhannssyni leikstjóra, Atla Viðari Þorsteinssyni framleiðanda og Hrafni Garðarssyni tökumanni. Saman hafa þeir gert tónlistarmyndbönd sem hafa vakið athygli bæði hér heima og erlendis, til dæmis Drama með Tilbury og Supertime með Berndsen, eitt vinsælasta íslenska tónlistarmyndband síðustu ára. Lagið What Are You Waiting For? hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu mánuði. Það er af fjórðu breiðskífu Diktu, Trust Me, sem kom út á Íslandi í fyrra. Platan kemur út víða í Evrópu á næstunni og mun þetta glæsilega myndband án efa styðja vel við útgáfuna.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira