Hrun tölvukerfis Royal Bank of Scotland kostar 125 milljónir punda Magnús Halldórsson skrifar 3. ágúst 2012 10:44 Hrun tölvukerfis Royal Bank of Scotland er að reynast bankanum dýrkeypt, en upplýst var um það í dag að bankinn þarf að greiða völdum viðskiptavinum bankans 125 milljónir punda, eða sem nemur 23,75 milljörðum króna. Vegna hruns tölvukerfisins lentu viðskiptavinir bankans í erfiðleikum með að nálgast fjármuni sína yfir tveggja vikna tímabil í júní, með fyrrgreindum afleiðingum fyrir bankann. Um þetta var upplýst þegar bankinn tilkynnti um afkomu sína á fyrstu sex mánuðum ársins, en bankinn tapaði 1,5 milljarði punda á því tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn 794 milljónum punda, eða sem nemur ríflega 15 milljörðum króna. Tekjur bankans á fyrrnefndu tímabili féllu um 8 prósent frá fyrra ári, og námu 13,2 milljörðum punda, jafnvirði 2.500 milljarða króna. Breska ríkið á mikla hagsmuni undir þegar kemur að Royal Bank of Scotland en ríkið þjóðnýtti 82 prósent hlut í bankanum haustið 2008, eftir fall Lehman Brothers, og er nú sagt leita leiða til þess að kaupa afganginn af hlutafénu til þess að auka líkur á því að geta selt bankann innan næstu tveggja ára, eins og að er stefnt. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið, hér. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hrun tölvukerfis Royal Bank of Scotland er að reynast bankanum dýrkeypt, en upplýst var um það í dag að bankinn þarf að greiða völdum viðskiptavinum bankans 125 milljónir punda, eða sem nemur 23,75 milljörðum króna. Vegna hruns tölvukerfisins lentu viðskiptavinir bankans í erfiðleikum með að nálgast fjármuni sína yfir tveggja vikna tímabil í júní, með fyrrgreindum afleiðingum fyrir bankann. Um þetta var upplýst þegar bankinn tilkynnti um afkomu sína á fyrstu sex mánuðum ársins, en bankinn tapaði 1,5 milljarði punda á því tímabili. Á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn 794 milljónum punda, eða sem nemur ríflega 15 milljörðum króna. Tekjur bankans á fyrrnefndu tímabili féllu um 8 prósent frá fyrra ári, og námu 13,2 milljörðum punda, jafnvirði 2.500 milljarða króna. Breska ríkið á mikla hagsmuni undir þegar kemur að Royal Bank of Scotland en ríkið þjóðnýtti 82 prósent hlut í bankanum haustið 2008, eftir fall Lehman Brothers, og er nú sagt leita leiða til þess að kaupa afganginn af hlutafénu til þess að auka líkur á því að geta selt bankann innan næstu tveggja ára, eins og að er stefnt. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um málið, hér.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira