Hásinin fór á versta tíma | Síðasti koss Liu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 16:15 Liu Xiang kyssir grindina í gær. Nordicphotos/Getty Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Sjá meira
Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Sjá meira