Ye bætti öðrum gullverðlaunum í safnið | Neitar ásökunum um lyfjanotkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 23:30 Ye fagnar öðrum gullverðlaunum sínum í dag. Nordicphotos/Getty Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye. Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye.
Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03