Sjómenn orðnir tekjuhærri stétt en forstjórar 26. júlí 2012 06:19 Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám. Skattar Tekjur Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám.
Skattar Tekjur Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira