Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn 4. júlí 2012 08:15 Saddar bleikjur gefa lítið færi á sér í Hlíðarvatni um þessar mundir. Mynd/Garðar Veiði í Hlíðarvatni í Selvogi hefur verið dræm samkvæmt frétt á vef stangaveiðifélagsins Ármenn. Skýringin er sögð mikið fæðuframboð sem letji silunginn til að taka flugur veiðimanna."Það hefur borið á gæftaleysi við Hlíðarvatn í sumar. Eru margar kenningar um ástæður fyrir því," segir á armenn.is.Vísað er til þess sem fram kom í maíhefti Áróðurs, félagsblaðs Ármanna, að veiðifélögin við vatnið hafi beðið um fiskifræðilega rannsókn á vatninu. Sú rannsókn hefjist á vegum Veiðimálastofnunar síðsumars eða í haust."Ein ástæðan fyrir gæftaleysinu er sögð vera mikið fæðuframboð í vatninu og fiskurinn því ekki að skoða manngerðar flugur þegar hann getur lifað í vellystingum án mikillar fyrirhafnar," segir á vef Ármanna. Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Veiði í Hlíðarvatni í Selvogi hefur verið dræm samkvæmt frétt á vef stangaveiðifélagsins Ármenn. Skýringin er sögð mikið fæðuframboð sem letji silunginn til að taka flugur veiðimanna."Það hefur borið á gæftaleysi við Hlíðarvatn í sumar. Eru margar kenningar um ástæður fyrir því," segir á armenn.is.Vísað er til þess sem fram kom í maíhefti Áróðurs, félagsblaðs Ármanna, að veiðifélögin við vatnið hafi beðið um fiskifræðilega rannsókn á vatninu. Sú rannsókn hefjist á vegum Veiðimálastofnunar síðsumars eða í haust."Ein ástæðan fyrir gæftaleysinu er sögð vera mikið fæðuframboð í vatninu og fiskurinn því ekki að skoða manngerðar flugur þegar hann getur lifað í vellystingum án mikillar fyrirhafnar," segir á vef Ármanna.
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði