Gjaldeyrisforði Danmerkur tólffalt stærri en forði Íslands 4. júlí 2012 06:30 Nettógjaldeyrisforði Danmerkur er nú orðinn um tólffalt stærri en brúttógjaldeyrisforði Íslands. Hreinn gjaldeyrisforði Dana nemur nú rúmlega 550 milljörðum danskra króna eða um 12.000 milljörðum króna og hefur aldrei verið stærri í sögunni. Á sama tíma nemur skuldsettur forði Íslands rúmum 1.000 milljörðum króna. Gjaldeyrisforði Dana hefur vaxið gífurlega á undanförnum mánuðum því seðlabanki Danmerkur hefur keypt gjaldeyri í stórum stíl til að halda gengi dönsku krónunnar í skefjum. Þetta hefur komið í kjölfar veikingar á evrunni en danska krónan er bundin við evruna með mjög þröngum frávikum. Vegna vandræða á evrusvæðinu voru dönsk ríkisskuldabréf álíka vinsæl um tíma og þau svissnesku. Raunar hefur bankastjórn danska seðlabankans íhugað að setja á þau neikvæða vexti eins og Svisslendingar hafa gert með sín bréf. Í frétt á vefsíðu börsen segir að seðlabankastjórn Danmerkur voni að evran styrkist að nýju svo stjórnin þurfi ekki að stækka gjaldeyrisforða bankans enn frekar. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nettógjaldeyrisforði Danmerkur er nú orðinn um tólffalt stærri en brúttógjaldeyrisforði Íslands. Hreinn gjaldeyrisforði Dana nemur nú rúmlega 550 milljörðum danskra króna eða um 12.000 milljörðum króna og hefur aldrei verið stærri í sögunni. Á sama tíma nemur skuldsettur forði Íslands rúmum 1.000 milljörðum króna. Gjaldeyrisforði Dana hefur vaxið gífurlega á undanförnum mánuðum því seðlabanki Danmerkur hefur keypt gjaldeyri í stórum stíl til að halda gengi dönsku krónunnar í skefjum. Þetta hefur komið í kjölfar veikingar á evrunni en danska krónan er bundin við evruna með mjög þröngum frávikum. Vegna vandræða á evrusvæðinu voru dönsk ríkisskuldabréf álíka vinsæl um tíma og þau svissnesku. Raunar hefur bankastjórn danska seðlabankans íhugað að setja á þau neikvæða vexti eins og Svisslendingar hafa gert með sín bréf. Í frétt á vefsíðu börsen segir að seðlabankastjórn Danmerkur voni að evran styrkist að nýju svo stjórnin þurfi ekki að stækka gjaldeyrisforða bankans enn frekar.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent