11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár 22. júní 2012 19:41 Fossinn gaf báða laxana fyrsta daginn en sólarglenna og hiti hamlar veiðum. Mynd/Lax-a.is Hvannadalsá opnaði í gær, 21. Júní. Tveir laxar komu land ásamt einum sjóbirting en laxarnir voru 11 og 12 pund og komu báðir úr Djúpfossi á maðk. Fleiri laxar sáust í fossinum og einnig í Réttarfljóti. Það má segja að veðrið hafi ekki verið að hjálpa til en 18 stiga hiti og glambandi sól hefur verið á svæðinu síðastliðna tvo daga. Af Langadalsá er það að frétta að enn hefur ekki lax verið landað en veiðimenn hafa séð laxa í ánni. Á sunnudaginn verður opnun í Ytri Rangá. Eru menn afar spenntir fyrir sunnudeginum enda ekki fleiri laxar gegnir upp teljarann í Árbæjarfossi frá því elstu menn muna. Á miðvikudag voru 19 laxar gegnir upp og má búast við að fleiri hafi farið stigan síðan þá. Í öðrum fréttum má segja frá því að fyrstu dagurinn í Langá á Mýrum gaf 30 laxa og fiskur um allt, að sögn. Korpan gaf sex laxa opnunardaginn. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Hvannadalsá opnaði í gær, 21. Júní. Tveir laxar komu land ásamt einum sjóbirting en laxarnir voru 11 og 12 pund og komu báðir úr Djúpfossi á maðk. Fleiri laxar sáust í fossinum og einnig í Réttarfljóti. Það má segja að veðrið hafi ekki verið að hjálpa til en 18 stiga hiti og glambandi sól hefur verið á svæðinu síðastliðna tvo daga. Af Langadalsá er það að frétta að enn hefur ekki lax verið landað en veiðimenn hafa séð laxa í ánni. Á sunnudaginn verður opnun í Ytri Rangá. Eru menn afar spenntir fyrir sunnudeginum enda ekki fleiri laxar gegnir upp teljarann í Árbæjarfossi frá því elstu menn muna. Á miðvikudag voru 19 laxar gegnir upp og má búast við að fleiri hafi farið stigan síðan þá. Í öðrum fréttum má segja frá því að fyrstu dagurinn í Langá á Mýrum gaf 30 laxa og fiskur um allt, að sögn. Korpan gaf sex laxa opnunardaginn. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði