Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Karl Lúðvíksson skrifar 3. maí 2023 07:34 Það hefur ekki mikið verið að frétt af vorveiði síðustu daga enda kuldinn dregið úr bæði tökugleði og vilja veiðimanna til að fara út. Þrátt fyrir kulda eru alltaf einhver svæði sem geta gefið sama hvað og eitt af þeim er Hraun í Ölfusi en það er svæðið ofan við Ölfusárbrú að vestanverðu. Þarna er yfirleitt hægt að gera fína veiði þegar það er fiskur á svæðinu enda er sjóbirtingurinn sem þvælist þarna inn og út um ósinn í ætisleit og oft tökuglaður eftir því. Það veiðist á allt leyfilegt agn en sífellt fleiri fluguveiðimenn eru farnir að kasta flugu og veiða oft bara ágætlega. Það hefur verið að gefa best að veiða á bjartar straumflugur og með sökktaum. Mikilvægt er að leyfa flugunni að koma svo til alveg upp í land því sjóbirtingurinn getur tekið hana á mjög grunni vatni. Þarna gætir flóðs og fjöru svo besti tíminn er í aðfallinu og að liggjandanum. Þetta er þess vegna frábært svæði fyrir 4-5 tíma stopp enda stutt frá höfuðborgarsvæðinu, veiðileyfin ekki dýr og veiðivon góð. Það þarf samt að minna veiðimenn á að keyra ekki niður á sandinn því það er mjög auðvelt að festa sig. Stangveiði Mest lesið Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði Þáttur tvö af Veiðinni með Gunnari Bender Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Gæsaveiðin gengur vel þrátt fyrir kuldahret Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Gæti orðið frábært sumar í laxveiði Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Blanda svæði II – tvær ár í einni Veiði
Þrátt fyrir kulda eru alltaf einhver svæði sem geta gefið sama hvað og eitt af þeim er Hraun í Ölfusi en það er svæðið ofan við Ölfusárbrú að vestanverðu. Þarna er yfirleitt hægt að gera fína veiði þegar það er fiskur á svæðinu enda er sjóbirtingurinn sem þvælist þarna inn og út um ósinn í ætisleit og oft tökuglaður eftir því. Það veiðist á allt leyfilegt agn en sífellt fleiri fluguveiðimenn eru farnir að kasta flugu og veiða oft bara ágætlega. Það hefur verið að gefa best að veiða á bjartar straumflugur og með sökktaum. Mikilvægt er að leyfa flugunni að koma svo til alveg upp í land því sjóbirtingurinn getur tekið hana á mjög grunni vatni. Þarna gætir flóðs og fjöru svo besti tíminn er í aðfallinu og að liggjandanum. Þetta er þess vegna frábært svæði fyrir 4-5 tíma stopp enda stutt frá höfuðborgarsvæðinu, veiðileyfin ekki dýr og veiðivon góð. Það þarf samt að minna veiðimenn á að keyra ekki niður á sandinn því það er mjög auðvelt að festa sig.
Stangveiði Mest lesið Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði Þáttur tvö af Veiðinni með Gunnari Bender Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Gæsaveiðin gengur vel þrátt fyrir kuldahret Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Gæti orðið frábært sumar í laxveiði Veiði Veiðilíf Flugubúllunar komið út Veiði Blanda svæði II – tvær ár í einni Veiði