Skjálfandafljót: Tveir stórlaxar í morgun! 22. júní 2012 20:08 Andri Sævarsson með glæsilega veiði á bökkum Skjálfandafljóts. Mynd/Lax-a.is Veiðimaður sem átti Austurbakka efri í Skjálfandafljóti í morgun upplifði ævintýri þegar hann setti í og landaði tveimur glæsilegum löxum í Fosspolli. Þeir voru 11 og 12 pund. Á heimasíðu Lax-ár segir af þeim Sævari Helgasyni og Andra syni hans sem áttu góðan morgun í Barnafelli í Skjálfandafljóti þann 19 Júní. En þeir náðu tvemur Löxum 10 og 12 punda á nokkrum klukkutímum en með fréttinni fylgja nokkrar myndir af þessum frábæra degi hjá þeim feðgum. Eins er það að frétta af bökkum Skjálfandafljóts að Lax-á bíður nú gistingu með laxsvæðunum í Skjálfandafljóti frá með næstu mánaðarmótum. Húsið er staðsett við Köldukinn og nefnist Arnþórsgerði og er við miðja á. Í húsinu er fimm tveggja manna herbergi og ef þörf er á verða dýnur aukalega en auk þess er eldhús og stofa. Mun eitt tveggjamanna herbergi fylgja hverri stöng.Það eru lausar stangir næstu daga og fljótið tært og fallegt, segir á heimasíðu Lax-ár, og afar jákvætt að „nýtt" svæði er að komast á kortið í laxveiðinni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Hreinsun Elliðaánna fer fram næsta þriðjudag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði
Veiðimaður sem átti Austurbakka efri í Skjálfandafljóti í morgun upplifði ævintýri þegar hann setti í og landaði tveimur glæsilegum löxum í Fosspolli. Þeir voru 11 og 12 pund. Á heimasíðu Lax-ár segir af þeim Sævari Helgasyni og Andra syni hans sem áttu góðan morgun í Barnafelli í Skjálfandafljóti þann 19 Júní. En þeir náðu tvemur Löxum 10 og 12 punda á nokkrum klukkutímum en með fréttinni fylgja nokkrar myndir af þessum frábæra degi hjá þeim feðgum. Eins er það að frétta af bökkum Skjálfandafljóts að Lax-á bíður nú gistingu með laxsvæðunum í Skjálfandafljóti frá með næstu mánaðarmótum. Húsið er staðsett við Köldukinn og nefnist Arnþórsgerði og er við miðja á. Í húsinu er fimm tveggja manna herbergi og ef þörf er á verða dýnur aukalega en auk þess er eldhús og stofa. Mun eitt tveggjamanna herbergi fylgja hverri stöng.Það eru lausar stangir næstu daga og fljótið tært og fallegt, segir á heimasíðu Lax-ár, og afar jákvætt að „nýtt" svæði er að komast á kortið í laxveiðinni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Hreinsun Elliðaánna fer fram næsta þriðjudag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði