Sex laxar komnir á land í Blöndu Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:15 Frá veiðinni í Blöndu í morgun. Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka. Stangveiði Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði
Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka.
Stangveiði Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Fimm laxar yfir 100 sm í Laxá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði