Ólafur Ragnar segist víst styðja réttindabaráttu samkynhneigðra 7. júní 2012 10:25 Myndin er úr safni. „Fyrir tveimur vikum var áróðurinn að ég væri á móti konum. Síðustu daga hefur áróðurinn verið að ég væri á móti Samkynhneigðum," skrifar Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Facebook-síðu sína, og svarar þar því sem hann kýs að kalla áróður vefritsins Smugunnar. Þar var því haldið fram í gær að forsetinn hefði virt réttindabaráttu samkynhneigðra að vettugi. Meðal annars var vitna í stöðufærslu Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, sem um árabil var framkvæmdastjóri Samtakanna '78, á Facebook, þar sem hann skrifaði: Á síðustu árum hafa samkynhneigðir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttunni fyrir jafnrétti og mannréttindum á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson mætti aldrei á viðburði þar sem þessum sigrum var fagnað. Forseti Íslands lét ekki svo lítið að svara erindum frá Samtökunum '78 þar sem honum var boðið að taka þátt. Ekki í eitt einasta skipti. Mætti aldrei, svaraði aldrei." Í svari Ólafs Ragnars segir að forsetaskrifstofan haldi ekki skrá um beiðnir sem ekki er unnt að sinna af ýmsum orsökum, t.d. vegna tímaskorts, annarra skuldbindinga eða fjarveru forseta. Þá er heldur ekki haldin skrá um þá viðburði sem forseti getur ekki sótt af sömu ástæðum. Svo segir í svari Ólafs Ragnars: „Forseti hefur ávallt stutt baráttu samkynhneigðra og lagt henni lið á ýmsan hátt. Hann hefur m.a. rætt við erlenda blaðamenn sem hingað hafa komið til kynna sér margháttaðan árangur Íslendinga á þessu sviði." Hægt er að lesa svar Ólafs Ragnars í heild sinni á Facebook síðu hans. Þá er hægt að lesa grein Smugunnar hér. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Fyrir tveimur vikum var áróðurinn að ég væri á móti konum. Síðustu daga hefur áróðurinn verið að ég væri á móti Samkynhneigðum," skrifar Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Facebook-síðu sína, og svarar þar því sem hann kýs að kalla áróður vefritsins Smugunnar. Þar var því haldið fram í gær að forsetinn hefði virt réttindabaráttu samkynhneigðra að vettugi. Meðal annars var vitna í stöðufærslu Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, sem um árabil var framkvæmdastjóri Samtakanna '78, á Facebook, þar sem hann skrifaði: Á síðustu árum hafa samkynhneigðir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttunni fyrir jafnrétti og mannréttindum á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson mætti aldrei á viðburði þar sem þessum sigrum var fagnað. Forseti Íslands lét ekki svo lítið að svara erindum frá Samtökunum '78 þar sem honum var boðið að taka þátt. Ekki í eitt einasta skipti. Mætti aldrei, svaraði aldrei." Í svari Ólafs Ragnars segir að forsetaskrifstofan haldi ekki skrá um beiðnir sem ekki er unnt að sinna af ýmsum orsökum, t.d. vegna tímaskorts, annarra skuldbindinga eða fjarveru forseta. Þá er heldur ekki haldin skrá um þá viðburði sem forseti getur ekki sótt af sömu ástæðum. Svo segir í svari Ólafs Ragnars: „Forseti hefur ávallt stutt baráttu samkynhneigðra og lagt henni lið á ýmsan hátt. Hann hefur m.a. rætt við erlenda blaðamenn sem hingað hafa komið til kynna sér margháttaðan árangur Íslendinga á þessu sviði." Hægt er að lesa svar Ólafs Ragnars í heild sinni á Facebook síðu hans. Þá er hægt að lesa grein Smugunnar hér.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira