Útdráttur úr ávörpum forsetaefnanna BBI skrifar 30. maí 2012 22:43 Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira