Þurrflugunámskeið í Laxá í Laxárdal 23. maí 2012 11:20 Laxá í Laxárdal þykir henta einstaklega vel til þurrfluguveiða. Garðar Örn Úlfarsson Námskeið í þurrfluguveiði verður haldið í Laxá í Laxárdal í lok júní en áin er af mörgum talin ein allra besta silungaveiðiá á Íslandi ef ekki í heimi. Greint er frá þessu á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Kennslan fer fram dagana 25. til 27. júní og kastar 65.900 krónur á mann. Innifalið í verðinu er veiði í tvo daga, matur, gisting í veiðihúsinu Rauðhólum og að sjálfsögðu kennsla allan tímann. Kennarar verða Bjarni Höskuldsson á Aðalbóli og félagar hans. Laxá í Laxárdal þykir henta sérlega vel til þurrfluguveiða en rennsli þar er til dæmis mun hægara en ofar í ánni, í Mývatnssveit. Á vef SVFR kemur fram að stéttarfélög hafi greitt niður námskeið af þessu tagi og er fólk hvatt til að nýta sér það. Áhugasamir veiðimenn geta fengið nánari upplýsingar á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði
Námskeið í þurrfluguveiði verður haldið í Laxá í Laxárdal í lok júní en áin er af mörgum talin ein allra besta silungaveiðiá á Íslandi ef ekki í heimi. Greint er frá þessu á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Kennslan fer fram dagana 25. til 27. júní og kastar 65.900 krónur á mann. Innifalið í verðinu er veiði í tvo daga, matur, gisting í veiðihúsinu Rauðhólum og að sjálfsögðu kennsla allan tímann. Kennarar verða Bjarni Höskuldsson á Aðalbóli og félagar hans. Laxá í Laxárdal þykir henta sérlega vel til þurrfluguveiða en rennsli þar er til dæmis mun hægara en ofar í ánni, í Mývatnssveit. Á vef SVFR kemur fram að stéttarfélög hafi greitt niður námskeið af þessu tagi og er fólk hvatt til að nýta sér það. Áhugasamir veiðimenn geta fengið nánari upplýsingar á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði