Sakfelling kom ekki á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2012 10:58 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn fyrir Landsdómi. mynd/ gva. Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm. Landsdómur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar en tveimur liðum hennar hafði verið vísað frá dómi áður en aðalmeðferð hófst. Andri segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að það yrði sýknað í liðum 1.3 - 1.5, en þeir liðir sneru að samráðshópi um fjármálastöðugleika, stærð bankakerfisins og Icesave reikningana. Sakfellt var í ákærulið 2, en Andri segist efast um að menn hefðu ákært fyrir það eitt og sér. „Ég dreg það mjög í efa að menn hefðu lagt af stað með það mál," segir Andri og bætir við að þessi skylda til að halda ráðherrafundi sé ekki byggð á traustum lagagrundvelli. Þá segir hann jafnframt að þessi niðurstaða brjóti gegn því grunnsjónarmiði stjórnskipunarinnar að hver ráðherra beri algjörlega ábyrgð á sínum verkefnum. „Ríkisstjórnarfundir eiga ekki að hafa sérstakt lögfræðilegt vægi þótt þeir séu mikilvægir í pólitískum tilgangi," segir Andri. Landsdómur geri, nokkuð óvænt, mjög mikið úr vægi ríkisstjórnarfunda.Ekki hægt að gera áætlun um viðbrögð við bankahruni Andri segir að óljóst sé af lögskýringargögnum hvaða skylda felist í 17. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherrafundi. A.m.k. sé ljóst að formbrot eitt og sér hefði tæplega getað leitt til áfellis. „Þess vegna fer meirihlutinn líklega í þann snúning að segja að þetta sé ekki bara formbrot heldur hafi haft efnislega þýðingu," segir Andri. Þar með lendi Landsdómur í því að þurfa að kveða á um í dómnum að það hefði átt að marka pólitíska stefnu innan ríkisstjórnarinnar um það hvernig ætti að bregðast við bankahruni fyrirfram. Vandinn er hins vegar sá að áföll á fjármálamarkaði eru svo sérstök að það er ekki hægt að kortleggja þau með þeim hætti. Þetta eigi við bæði á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Enda standi ekkert í dómnum um það út á hvað hin pólitíska stefna hefði átt að ganga. „Fyrir utanaðkomandi aðila kann það að hljóma eins og vanræksla að gera ekki bara áætlun um hvernig bregðast skuli við bankahruni, og leysa vandamálið þannig, en þetta er því miður ekki svo einfalt. Þú verður eiginlega bara að bíða og mæta vandamálinu þegar það kemur," segir Andri og bætir því við að þetta hafi menn upplifað um allan heim.Óljóst hvort það þjóni tilgangi að leita til Mannréttindadómstólsins Andri segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort málið gegn Geir fari alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Margt í undirbúningi málsins og málsmeðferðinni hafi verið óvenjulegt og gagnrýnivert. Það er hins vegar spurning hvaða þýðingu það myndi hafa að vísa málinu þangað. Það verði að skoða nánar", segir Andri, sem bætir því við að þetta sé væntanlega og vonandi fyrsta og eina málið sem fer fyrir Landsdóm.
Landsdómur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira