Ólafur Ragnar sigurstranglegastur - Þóra líklegust til að fella hann 5. apríl 2012 18:40 Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira