Hinn magnaði Dýrbítur Karl Lúðvíksson skrifar 22. mars 2012 13:05 Hér er græna útgáfan af Dýrbít Mynd af www.veidiflugur.is Það er alltaf spurning þegar fyrstu köstin eru tekin á vorin, hvaða flugu á ég að setja undir? Það fer að vísu svolítið eftir því hvar þú ert að veiða og hvort þú sért að veiða í stöðuvatni eða í á. Heilt yfir, ef ég ætti að velja eina flugu til að byrja á þá hefur valið mitt alltaf verið nokkuð skýrt. Undanfarin ár hef ég alltaf hnýtt sömu fluguna undir í mínum fyrstu köstum og yfirleitt, ekki alltaf gefur hún mér fína veiði. Þessi fluga er hinn alræmdi Dýrbítur. Þetta afsprengi Nobblersins kemur í nokkrum litum en helst er það bleika útgáfan sem ég nota fyrst á vorinn. En sú græna og svarta geta líka verið gjöfular. Það er helst þar sem urriða er að finna sem þessi fluga gefur vel en bleikjan tekur hana líka. Það er eiginlega skylda að eiga þessa í boxinu og ekki hika við að nota hana. Prófaðu t.d. að fara í Elliðavatn fyrstu dagana með hægsökkvandi línu, draga inn í stuttum rykkjum og sjáðu hvernig þér gengur. Árangurinn gæti komið þér skemmtilega á óvart. Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði 50 til 60 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði 13 laxar á fyrstu vakt í Stóru Laxá IV Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Ný heimasíða fyrir Mýrarkvísl á vefinn Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði
Það er alltaf spurning þegar fyrstu köstin eru tekin á vorin, hvaða flugu á ég að setja undir? Það fer að vísu svolítið eftir því hvar þú ert að veiða og hvort þú sért að veiða í stöðuvatni eða í á. Heilt yfir, ef ég ætti að velja eina flugu til að byrja á þá hefur valið mitt alltaf verið nokkuð skýrt. Undanfarin ár hef ég alltaf hnýtt sömu fluguna undir í mínum fyrstu köstum og yfirleitt, ekki alltaf gefur hún mér fína veiði. Þessi fluga er hinn alræmdi Dýrbítur. Þetta afsprengi Nobblersins kemur í nokkrum litum en helst er það bleika útgáfan sem ég nota fyrst á vorinn. En sú græna og svarta geta líka verið gjöfular. Það er helst þar sem urriða er að finna sem þessi fluga gefur vel en bleikjan tekur hana líka. Það er eiginlega skylda að eiga þessa í boxinu og ekki hika við að nota hana. Prófaðu t.d. að fara í Elliðavatn fyrstu dagana með hægsökkvandi línu, draga inn í stuttum rykkjum og sjáðu hvernig þér gengur. Árangurinn gæti komið þér skemmtilega á óvart.
Stangveiði Mest lesið Mikið af bleikju í Hraunsfirði Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði 50 til 60 laxa dagar í Ytri Rangá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði 13 laxar á fyrstu vakt í Stóru Laxá IV Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Ný heimasíða fyrir Mýrarkvísl á vefinn Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði