Benedikt: Við hræðumst engan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. mars 2012 21:45 Benedikt að stýra sínum mönnum í kvöld. "Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
"Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira