Benedikt: Við hræðumst engan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. mars 2012 21:45 Benedikt að stýra sínum mönnum í kvöld. "Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira
"Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira