Andy Murray vill skimun fyrir hjartasjúkdómum í tennis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 14:00 Murray gefur upp á Flórída. Nordic Photos / Getty Images Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3. Erlendar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Tenniskappinn Andy Murray vill að keppendur í tennis og öðrum íþróttum gangist undir reglulega skimun fyrir hjartasjúkdómum. Hann segir að skylda ætti keppendur í flestum íþróttagreinum til þess að gangast undir skimun áður en þeir fá að keppa í móti. Guardian greinir frá þessu. Murray lét þessi ummæli falla í kjölfarið á hjartastoppi Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, um síðustu helgi. Þá hneig Muamba til jarðar í miðjum leik gegn Tottenham. Hjarta hans stöðvaðist og fór ekki að slá aftur fyrr en eftir 78 mínútna tilraun til endurlífgunar. „Þetta hefur komið of oft fyrir. Hér í Bandaríkjunum hefur þetta gerst í körfubolta bæði á menntaskóla- og háskólastigi auk þess sem þetta hefur komið upp nokkrum sinnum í knattspyrnuleikjum," sagði Murray sem er meðal þátttakenda á Miami Masters-mótinu í Flórídafylki. Murray, sem er í fjórða sæti heimslistans, segist sjálfur gangast reglulega undir skimun og almenna læknisskoðun. Hann hafi byrjað á því fyrir þremur árum er hann varð var við aukna tíðni atvika á borð við hjartastopp Muamba um síðustu helgi. „Maður hefur ekki hugmynd um hversu mikið maður leggur á sjálfan sig á vellinum sökum þeirrar pressu og spennu sem fylgir atvinnumannaíþróttum í dag," sagði Murray. Murray, sem hefur fallið úr keppni í fyrsta leik á Miami Masters undanfarin ár, lagði Alejandro Falla frá Kólumbíu í tveimur settum, 6-2 og 6-3.
Erlendar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira