Birkir: Höfum beðið eftir þessu í 22 ár Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. mars 2012 23:40 Mynd/Valli "Við höfum beðið eftir þessum titli í 22 ár eða frá því að klúbburinn var stofnaður," sagði Birkir Arnarson fyrirliði Bjarnarins eftir leik. "Það er engin heimavallagrýla hérna. Við erum með frábæra stuðningsmenn og hérna líður okkur best. Við erum hér á hverju kvöldi að æfa. Þetta er okkar ís og við kunnum á hann," sagði Birkir en þetta var eini heimasigur liðanna í úrslitakeppninni. "Viljinn skildi á milli liðanna. Við vildum þetta meira og höfum viljað þetta í ansi mörg ár." "Bæði lið voru tilbúin að gera hvað sem er til að vinna. Maður vinnur að því að komast í þetta allan veturinn þannig að auðvitað gefa menn sig alla í þetta," sagði Birkir en menn voru duglegir að fórna sér og kasta líkömum sínum fyrir pökkinn svo hann kæmist ekki í átt að markinu. "Það fór óneitanlega um mig þegar þeir minnkuðu muninn í 4-3. Ég sat í boxinu þá og maður vill aldrei sitja í boxinu þegar hitt liðið skorar." Margir ungir leikmenn leika stórt hlutverk hjá Birninum og hefur öflugt unglingastarf skilað mörgum öflugum leikmanninum í meistaralið Bjarnarins. "Ég held við að við getum umfram annað þakkað Sergei Zak fyrir þetta frábæra unglingastarf sem verið hefur hjá Birninum. Hann gefur sig allan í þetta og hefur helgað lífi sínu þessu félagi. Hann er hér allan daginn og það eina sem hann hugsar um er velferð Bjarnarins, velferð okkar. Það var mikil gleði hjá mér að geta náð í bikarinn og farið með hann til hans til að lyfta honum fyrstur allra," sagði Birkir stoltur. Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
"Við höfum beðið eftir þessum titli í 22 ár eða frá því að klúbburinn var stofnaður," sagði Birkir Arnarson fyrirliði Bjarnarins eftir leik. "Það er engin heimavallagrýla hérna. Við erum með frábæra stuðningsmenn og hérna líður okkur best. Við erum hér á hverju kvöldi að æfa. Þetta er okkar ís og við kunnum á hann," sagði Birkir en þetta var eini heimasigur liðanna í úrslitakeppninni. "Viljinn skildi á milli liðanna. Við vildum þetta meira og höfum viljað þetta í ansi mörg ár." "Bæði lið voru tilbúin að gera hvað sem er til að vinna. Maður vinnur að því að komast í þetta allan veturinn þannig að auðvitað gefa menn sig alla í þetta," sagði Birkir en menn voru duglegir að fórna sér og kasta líkömum sínum fyrir pökkinn svo hann kæmist ekki í átt að markinu. "Það fór óneitanlega um mig þegar þeir minnkuðu muninn í 4-3. Ég sat í boxinu þá og maður vill aldrei sitja í boxinu þegar hitt liðið skorar." Margir ungir leikmenn leika stórt hlutverk hjá Birninum og hefur öflugt unglingastarf skilað mörgum öflugum leikmanninum í meistaralið Bjarnarins. "Ég held við að við getum umfram annað þakkað Sergei Zak fyrir þetta frábæra unglingastarf sem verið hefur hjá Birninum. Hann gefur sig allan í þetta og hefur helgað lífi sínu þessu félagi. Hann er hér allan daginn og það eina sem hann hugsar um er velferð Bjarnarins, velferð okkar. Það var mikil gleði hjá mér að geta náð í bikarinn og farið með hann til hans til að lyfta honum fyrstur allra," sagði Birkir stoltur.
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira