Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall 14. mars 2012 14:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér. Landsdómur Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér.
Landsdómur Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira