Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2012 10:57 Ingimundur Friðriksson, var einn af þremur bankastjórum Seðlabankans ásamt Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur er nú búsettur í Osló. Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag. Landsdómur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag.
Landsdómur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent