Urðu fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2012 09:45 Jón Þór Sturluson segir að viðbrögð Darlings hafi valdið vonbrigðum. mynd/ gva. Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór. Landsdómur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór.
Landsdómur Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira