Forsetaframboð kostar um 30 milljónir Erla Hlynsdóttir skrifar 9. mars 2012 18:38 Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Kostnaður við að bjóða sig fram til forseta Íslands hleypur á tugum milljóna króna. Almannatengill segir suma af þeim sem renna hýru auga til embættisins líklega ekki gera sér grein fyrir þessum kostnaði. Þá eru stafsetningavillur á Facebook ekki í boði fyrir frambjóðendur. Þau sem helst eru orðuð við framboð gegn sitjandi forseta eru, í stafrófsröð Ari Trausti Guðmundsson, Elín Hirst, Stefán Jón Hafstein og Þóra Arnórsdóttir Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. „Til að fara í svona alvöru framboð til forseta Íslands þarf mjög mikið til. Mun meira heldur almenningur gerir sér grein fyrir og mun meira heldur en kannski sumir af þeim frambjóðendum sem eru að velta þessu fyrir sér gera sér grein fyrir," segir Andrés Jónsson, almannatengill. Fréttastofa fékk Andrés til að áætla kostnað við framboð. Til að feta leiðina að Bessastöðum þarf í fyrsta lagi að dekka launakostnað, um átta milljónir. Við framboð starfa meðal annars kosningastjóri, umsjónarmaður sjálfboðaliða og almannatengill. Þá eru það auglýsingar, ellefu og hálf milljón. Þetta er kostnaður við framleiðslu og birtingu í öllum helstu miðlum. Skrifstofukostnaður nemur hálfri annarri milljón. Þetta er húsaleiga, sími, ræsting og fleira. Ýmiss annar kostnaður nemur rúmum sex milljónum. Það er meðal annars fundakostnaður, eldsneyti og hárgreiðsla. Alls eru þetta tuttuguogsjö milljónir sem má áætla að kosta þurfi til ef fólk stefnir á það af fullri alvöru að fella sitjandi forseta. Andrés telur sig síður en svo ofmeta kostnaðinn og segir engan komast af með bara tíu milljónir. „Nei, tíu milljónir duga hvergi nærri til. Ég held að á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir sé bara það sem þarf til," segir Andrés. Og ókeypis miðlar á borð við Facebook gera stöðuna ekkert endilega betri. „Það er ekki í boði að forsetaefni geri stafsetningavillar í „statusum" á Facebook. Og það þarf bara að borga fólki við að aðstoða við alla svona hluti."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira