Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 01:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira