Ágreiningur blasir við vegna tillagna stjórnlagaráðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 18:55 Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira