Nadal vinnur ekki fjögur risamót í röð - úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 11:24 Rafael Nadal lék meiddur í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl. Erlendar Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl.
Erlendar Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira