Vettel til í að keppa með Ferrari 16. febrúar 2011 14:37 Sebastian Vettel spjallar hér við Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari og Michael Schumacher, sem ók lengi með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz. Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz.
Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira