Lúkas lifir í dómsölum - þurfti að endurflytja málið 7. febrúar 2011 10:32 Helgi Rafn lenti illa í því þegar hann var sakaður um hundadráp. Fyrsta dómsuppsaga í meiðyrðamáli, sem Helgi Rafn Brynjarsson hefur höfðað, verður á næsta fimmtudag. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér.Lúkas reyndist hafa flúið til fjalla.Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan nóvember á síðasta ári. En vegna anna dómara þurfti að endurflytja málið eftir jól. Á dagskrá dómsins kemur svo fram að dómsuppsögu væri að vænta á morgun, en í samtali við lögmann Helga fengust þær upplýsingar að uppsögunni hefði verið frestað um nokkra daga. Helgi krefst þess að Þóra Kristín Hjaltadóttir greiði sér hálfa milljón króna í miskabætur fyrir fern ummæli sem hún birti á heimasíðu sinni þegar málið stóð sem hæst. Alls hefur lögmaður Helga sent átta aðilum, sem lengst gengu í meintum níðskrifunum á netinu, bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru og krefja þá um skaðbætur. Hafi Helgi betur í þessu meiðyrðarmáli verður hinum stefnt samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Helga. Því er ljóst að Lúkasarmálinu er hvergi lokið. Lúkasarmálið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Fyrsta dómsuppsaga í meiðyrðamáli, sem Helgi Rafn Brynjarsson hefur höfðað, verður á næsta fimmtudag. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér.Lúkas reyndist hafa flúið til fjalla.Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. Málið var flutt í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan nóvember á síðasta ári. En vegna anna dómara þurfti að endurflytja málið eftir jól. Á dagskrá dómsins kemur svo fram að dómsuppsögu væri að vænta á morgun, en í samtali við lögmann Helga fengust þær upplýsingar að uppsögunni hefði verið frestað um nokkra daga. Helgi krefst þess að Þóra Kristín Hjaltadóttir greiði sér hálfa milljón króna í miskabætur fyrir fern ummæli sem hún birti á heimasíðu sinni þegar málið stóð sem hæst. Alls hefur lögmaður Helga sent átta aðilum, sem lengst gengu í meintum níðskrifunum á netinu, bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru og krefja þá um skaðbætur. Hafi Helgi betur í þessu meiðyrðarmáli verður hinum stefnt samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Helga. Því er ljóst að Lúkasarmálinu er hvergi lokið.
Lúkasarmálið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira